Eins og við sögðum frá hérna í síðustu viku þá verðum við með dómaranámskeið á miðvikudag og fimmtudag hérna í Reykjavík. Tenglar á lesefni fyrir námskeiðið eru í fréttinni og hvetjum við nemendur til að fara yfir þá.
Námskeiðið fer fram í húsnæði ÍSÍ að Engjavegi 6 og hefst klukkan 18:00 báða dagana.
Dagskráin lítur svona út:
Dagur 1
Útbúnaður dómara.
Vinnureglur ÍHÍ.
Áherslur í dómgæslu (Officiating standard).
Staðsetning.
Vinnureglur Línudómara.
Vinnureglur Aðaldómara.
Dagur 2
Jöfnunardómar.
Áhættustýring (Risk management).
Samskipti.
Ákeyrslur/samstuð í kvennahokkí.
4-dómara kerfi.
Hlutverk eftirlitsdómara.
Bóklegt próf.
Dagskráin getur tekið einhverjum breytingum.
Þeir sem eingöngu eru að að endurnýja réttindi og ætla einungis að taka próf er bent á að hafa samband á ihi@ihi.is sem fyrst. Einnig er gert ráð fyrir próf á ís og verður tímasetning á þeim auglýst síðar.
Mynd: Sigurgeir Haraldsson
HH