Í kvöld, mánudagskvöldið 14. september verður dómaranámskeið hjá Skautafélagi Reykjavíkur kl 18:45 í Skautahöllinni í Laugardal.
Allir félagar í SR velkomnir.
Þriðjudaginn 15. september er fyrsti íshokkíleikur tímabilsins þegar Fjölnir tekur á móti SR í Íslandsmóti U18. Leikur hefst kl 19:45 í Egilshöll. Allir velkomnir í Egilshöll, minnum á nálægðarviðmið milli einstaklinga og hámark 200 manns í stúkuna.
Miðvikudaginn 16. september er dómaranámskeið hjá Fjölni - íshokkídeild kl 19:00. Námskeiðið verður í Egilshöll, Fjölnissal í Miðjunni. Allir félagar hjá Fjölni velkomnir.
Föstudaginn 18. september er áætlað dómaranámskeið á Akureyri. Nánari tímasetning verður auglýst síðar.
Laugardaginn 19. september er fyrsti leikur í Hertz-deild kvenna þegar SA tekur á móti SR. Hefst leikur kl 16:45. Strax að honum loknum eða um kl 19:30 er leikur í Íslandsmóti U18, SA-SR.