Dagar 5 og 6 í Tallinn.

Þjálfarinn að ræða málin við leikmenn
Þjálfarinn að ræða málin við leikmenn

Dagar 5 og 6 í Tallinn.

Nú var næsti leikdagur runninn upp. Leikurinn við heimamenn beið okkar um kvöldið. Það þýddi að við þurftum ekki að vakna extra snemma.
Strákarni höfðu val um það hvort að þeir færu á æfingu eða göngutúr, þar sem að sumir voru aðeins laskaðir og þurftu að safna kröftum fyrir kvöldið. Við höfum verið rosalega heppnir með veður og lítið mál að rölta um svæðið.
Við borðuðum hádegismatin seint eða kl. 17:00 svo að orkan myndi endast strákunum út leikinn. Síðan var haldið beint út í rútu sem keyrði okkur beint í höllina.
Drengirnir voru staðráðnir að gefa allt í leikinn og reyna sitt besta til þess að stríða Eistunum. Það gekk heldur betur eftir. Það var eins og við værum mættir með nýtt lið í keppnina. Allt annað sjá til strákana og góð byrjun leiddi af sér mark fyrir Ísland. Leikurinn þróaðist svo þannig að þegar 6 mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta var staðan 3-1 fyrir heimamenn. Villi tók þá leikhlé og ákvað að taka markmanninn út og spila með 6 á móti 4 þar sem Eistarnir voru með refsingu. Þetta gekk fullkomlega og við minnkuðum munin í 3-2. Það slóg þögn á heimamenn, það átti engin von á þessu. Gríðarlega spennandi mínútur sköpðuðust í framhaldinu. Því miður náðu Eistarnir að setja á okkur 3 mörk á einni mínútu og gerðu út um leikinn. En ég er mjög stolltur af strákunum, þeir sýndu að þeir kunna svo sannarlega að spila hokkí.

Það voru þreyttir drengir sem komu upp á hótel kl. 23:30. Þeir náðu þó að skófla í sig mat áður en þeir fóru í koju. Jón Árni og Róbert meiddust lítillega í leiknum og gátu ekki klárað leikinn. Við vonum að þeir verði klárir í næsta leik.

Þá rann upp föstudagurinn langi og enginn leikur á dagskrá. Dagurinn var nýttur í göngutúr og æfingu. Þeir sem svo vildu fara í verslunarmiðstöð eftir æfinguna fengu leyfi til þess.  Um kvöldið var svo haldið skemmtikvöld nr. 2 sem tókst gríðarlega vel, þessir drengir eru algjörir snillingar. Ég hafði því miður ekki tök á því að vera með þeim, þar sem ég og Maggi tækjastjóri tókum það á okkur að fara í kvöldmat með liðstjórum og starfsmönnum mótsins.

Nú bíða þeir spenntir eftir næsta leik sem er gegn Serbum kl. 16:30 á morgun laugardag. Það lítur út fyrir að allir geti spilað leikinn sem er vel.

Ég held áfram að setja myndir inn í möppuna mína á google. https://plus.google.com/photos/107374918302609896437/albums/6003005000069083121

 

Kv, Árni Geir