Björninn - UMFK Esja umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Björninn bar í gærkvöld sigurorð af UMFK Esju með fimm mörkum gegn einu þegar liðin mættust í Egilshöllinni. Með sigrinum kom Björninn sér í annað sæti deildarkeppninnar með einu stigi meira en SA Víkingar, sem eiga þó leik til góða.
Bjarnarmenn byrjuðu með miklum látum og á sjöundu mínútu kom Andri Már Helgason þeim yfir en á þeim tíma hafði liðið yfirtölu á ísnum. Lengi vel leit út fyrir að það yrði eina mark lotunnar en Falur Birkir Guðnason kom Birninum í 2 – 0 með skondnu marki. Fimmtán sekúndum fyrir lotulok bætti Jón Árni Árnason við þriðja marki Bjarnamanna með skoti af stuttu færi.
Önnur lotan var markalaus en strax í upphafi þriðju lotu nýttu heimamenn sér aftur að vera manni fleiri á ísnum. Markið átti Edmunds Induss. Um miðja þriðju lotu minnkaði Esja muninn með marki skráð á Ólaf Hrafn Björnsson. Það voru Bjarnarmenn sem áttu lokaorðið en einum færri skoraði Úlfar Jón Andrésson þegar sex sekúndur lifðu leiks.

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:
Úlfar Jón Andrésson 1/3
Falur Birkir Guðnason 1/2    
Andri Már Helgason 1/0
Jón Árni Árnason 1/0
Edmunds Induss 1/0

Refsingar Bjarnarins: 8 mínútur

Mörk/stoðsendingar UMFK Esju:
Ólafur Hrafn Björnsson 1/0
Pétur A. Maack 0/1

Refsingar UMFK Esju: 22 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH