06.10.2010
Björninn og Skautafélag Reykjavíkur áttust við í Egilshöllinni í gærkvöld í meistaraflokki karla. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu 8 mörk gegn 5 mörkum Bjarnarmanna. Það voru þó Bjarnarmenn sem byrjuðu betur í fyrstu lotu. Úlfar Jón Andrésson kom þeim yfir fljótlega í leiknum en um miðja lotuna jafnaði Andri Þór Guðlaugsson metin fyrir SR-inga. Bjarnarmenn áttu síðan tvö næstu mörk en fleiri mörk voru ekki skoruð í lotunni og staðan því 3 -1 fyrir heimamenn.
Hafi Bjarnarmenn verið grimmari í fyrstu lotunni þá sneru SR-ingar blaðinu við svo um munaði í annarri lotu. Skotin buldu á marki Bjarnarmanna og þegar upp var staðið höfðu SR-ingar gert fimm mörk gegn einu marki Bjarnarmanna og staðan því orðin 4 – 6 SR-ingum í vil og þeir með góð tök á leiknum. Gauti Þormóðsson og Pétur Maack voru atkvæðamestir SR-inga hvað markaskorun varðaði í lotunni.
Í þriðju lotunni jafnaðist leikurinn nokkuð út en segja má að Egill Þormóðsson hafi gert útum leikinn með marki strax í byrjun lotunnar. Bjarnarmenn minnkuðu reyndar muninn í tvö mörk með marki frá Brynjari Bergmann um miðja lotu. Bjarnarmenn tóku Snorra úr markinu þegar um 3 mínútur voru eftir og freistuðu þess að pressa meira á gestina. Þess í stað fengu þeir á sig mark fjórum sekúndum fyrir leikslok.
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Brynjar Bergmann 2/0
Úlfar Jón Andrésson 1/0
Óli Þór Gunnarsson 1/0,
Matthías Sigurðsson 1/0
Einar Sveinn Guðnason 0/2
Trausti Bergmann 0/2
Róbert F. Pálsson 0/1
Refsimínútur Björninn: 28 mínútur.
Mörk/stoðsendingar SR:
Gauti Þormóðsson 3/3
Pétur Maack 2/3
Egill Þormóðsson 1/2
Steinar Veigarsson 1/0
Andri Þór Guðlaugsson 1/0
Kári Valsson 0/2,
Tómas Tjörvi Ómarsson 0/1
Guðmundur Björgvinsson 0/1.
Refsimínútur SR: 18 mínútur.
Myndina tók Ómar Þór Edvardsson
HH