Skautafélag Reykjavíkur bar í gærkvöld sigurorð af Birninum með fimm mörkum gegn fjórum í framlengdum leik sem fram fór í Egilshöll en liðin berjast nú harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í mars.
Björninn komst yfir á áttundu mínútu fyrstu lotu með marki frá spilandi þjálfara sínum, Lars Foder. Fimm mínútum síðar jafnaði Robbie Sigurðsson metin fyrir SR-inga en bæði mörkin komu þegar liðin höfðu yfirtölu á ísnum. Sautján sekúndum eftir að flautað var til leiks í annarri lotu kom Miloslav Racansky kom gestunum í SR yfir. Fyrrum leikmaður Bjarnarins, Viktor Örn Svavarsson, bætti við marki átta mínútum síðar og staða SR-inga vænleg. Hrólfur Gíslason minnkaði muninn fyrir Björninn þegar tvær sekúndur lifðu lotunnar og staðan því 2 – 3 SR-ingum í vil. Einum færri á ísnum bættu Bjarki Reyr Jóhannesson í forskot SR-inga. Bjarnarmenn gáfust hinsvegar ekki upp og með mörkum frá þeim Lars Foder og Nicolas Antonoff jöfnuðu þeir leikinn. Bæði mörkin komu þegar Björninn hafði yfirtölu leikmanna á ísnum en það átti reyndar við um öll mörk Bjarnarmanna í leiknum.
Því var framlengt og á fimmtu mínútur framlengingarinnar tryggði Samuel Krakauer SR-ingum aukastigið sem í boði var.
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Lars Foder 2/2
Nicolas Antonoff 1/1
Hrólfur Gíslason 1/0
Birkir Árnason 0/1
Refsingar Björninn: 22 mínútur.
Mörk/stoðsendingar SR:
Miloslav Racansky 1/1
Robbie Sigurðsson 1/0
Samuel Krakauer 1/0
Bjarki Reyr Jóhannesson 1/0
Viktor Örn Svavarsson 1/0
Kári Guðlaugsson 0/1
Victor Anderson 0/1
Jón Andri Óskarsson 0/1
Refsingar SR: 14 mínútur
Mynd: Gunnar Jónatansson.
HH