Björninn - SR umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Björninn og SR áttust við í bráðfjörugum og spennandi leik í gærkvöld en lauknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði þrjú mörk gegn tveimur mörkum gestanna úr SR en jafnt var að loknum hefðbundnum leiktíma 2 - 2.
Það voru gestirnir úr SR sem komust yfir með marki frá Markúsi Maack sem var vel staðsettur beint fyrir framan mark Bjarnarmanna en markið kom á fjórðu mínútu. Þegar langt var liðið á lotuna misstu SR-ingar hinsvegar tvo menn í boxið með stuttu millibili. Bjarnarmenn nýttu sér það, endar státar liðið bestu tölfræðinni í að leika manni fleiri, en markið gerði spilandi þjálfari þeirra Lars Foder með hörkuskoti. Fljólega í annarri lotunni átti Sigursteinn Atli skot að marki SR-inga en frakkinn Nicolas Antonoff breytti stefnu pökksins og í netið fór hann og heimamenn komnir yfir.  Bjarnarmönnum yfir og það var ekki fyrr en þriðja lota var hálfnuð sem SR-ingar náðu að jafna. Bjarnarmenn misstu þá mann í refsingu og Miloslav Racansky skoraði eftir stoðsendingu frá Daníel Steinþór Magnússyni.
Hvorugu liðinu tókst að skora á þeim tíma sem eftir lifði leiks og því var framlengt. Þar gerði Antonoff útum leikinn fyrir Bjarnarmenn með laglegu marki þó vörn SR hefði sjálfsagt getað beitt sér meira.

Mörk/stoðsendingar Björninn:
Nicolas Antonoff 2/1
Lars Foder 1/0
Sigursteinn Atli Sighvatsson 0/2

Refsingar Björninn: 14 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR:
Miloslav Racansky 1/1
Markús Maacki 1/0
Daníel Steinþór Magnússon 0/1

Refsingar SR:  8 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH