Styrmir Örn Snorrason átti góðan leik í marki Bjarnarmanna Mynd: Sigrún Björk Reynisdóttir
Björninn og Skautafélag Reykjavíkur léku á íslandsmótinu í íshokkí í gær. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði sjö mörk gegn þremur mörkum SR-inga.
Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta þó svo að SR-ingar væru nokkuð sókndjarfari. Þeir áttu líka fyrsta markið í leiknum en þar var á ferðinni Björn Róbert Sigurðarson. Markið kom þegar tæpar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. Matthías Skjöldur Sigurðsson jafnaði hinsvegar metin fyrir Bjarnarmenn þegar um þrjár mínútur lifðu lotunnar.
Í annarri lotunni sóttu Bjarnarmenn í sig veðrið en það voru samt SR-ingar sem áttu fyrsta markið en þar var á ferðinni Gauti Þormóðsson. Bjarnarmenn svöruðu hinsvegar með tveimur mörkum. Falur Birkir Guðnason skoraði snyrtilegt mark þegar um fjórar mínútur voru liðnar af lotunni og skömmu síðar bætti Hjörtur Geir Björnsson við marki og Bjarnarmenn komnir yfir. Sælan stóð þó ekki lengi því Egill Þormóðsson jafnaði fyrir SR-inga með laglegu marki. Bjarnarmenn áttu hinsvegar góðan síðari helming í lotunni og bættu við þremur mörkum og því komnir í vænlega 6 -3 stöðu fyrir síðustu lotu.
Í þriðju lotu fækkaði mörkunum en þess í stað fjölgaði refsimínútunum. Um miðja lotu náði þó Hjörtur Geir Björnsson að tryggja sér þrennu en stoðsendinguna átti Sergei Zak.
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Hjörtur Geir Björnsson 3/0
Matthías S. Sigurðsson 2/0
Richard Tahtinen 1/1
Falur Birkir Guðnason 1/0
Birgir Jakob Hansen 0/2
Birkir Árnason 0/1
Brynjar Bergmann 0/1
Refsingar Björninn: 65 mínútur.
Mörk/stoðsendingar SR:
Egill Þormóðsson 1/1
Gauti Þormóðsson 1/1
Björn Róbert Sigurðarson 1/0
Guðmundur Björgvinsson 0/1
Ragnar Kristjánsson 0/1
Refsingar SR: 161 mínúta
HH