14.12.2009
Leikur Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar sem fram fór í Egilshöllinni í kvöld lauk með sigri SA sem gerðu 6 mörk gegn 3 mörkum Bjarnarmanna.
Fyrsti þriðjungurinn var nokkur fjörugur í fyrstu lotu og skiptust liðin á að sækja. Lotunni lauk 2 – 2 og í bæði skiptin voru SA-menn voru fyrri til að skora. Jóhann Már Leifsson kom þeim yfir með góðu marki 6. mínútu en Brynjar F. Þórðarson jafnaði metin fyrir Björninn á 13. mínútu. Sigurður S. Sigurðsson kom síðan SA-mönnum yfir þegar þeir nýttu sér að vera einum fleiri á svellinu. Gunnar Guðmundsson jafnaði síðan metin skömmu fyrir hlé og staðan því einsog áður sagði 2 – 2 eftir fyrstu lotu.
SA-menn sáu hinsvegar um markaskorunina í annarri lotu með því að skora tvö mörk án þess að Björninn næði að svara fyrir sig. Í fyrra markinu var Sigurður S. Sigurðsson aftur á ferð en það síðara átti Josh Gribben en hann hefur verið fjarverandi í undanförnum leikjum SA-manna. Staðan því 2 – 4 eftir aðra lotu en leikurinn annars nokkuð jafn og spennndi.
Í þriðju lotu kom Trausti Bergmann Bjarnarmönnum inn í leikinn með marki snemma í lotunni og staðan því orðin 3 – 4. En SA-menn komu sterkir inn undir lokin og gerðu tvö mörk. Fyrra markið nýttu SA-menn sér að vera einum fleiri og sá Stefán Hrafnsson um að reka endahnútinn á góða sókn þeirra. Það var síðan unglingalandsliðsmaðurinn Gunnar Darri Sigurðsson sem tryggði sigur norðanmanna.
Þrír leikmenn komu aftur inn í leikinn eftir nokkuð langt hlé og skoruðu þeir allir. Það voru þeir Josh Gribben og Gunnar Darri hjá SA og Trausti Bergmann hjá Birninum.
Birninum hefur ekki gegnið sem skildi þetta árið þó segja megi að spili liðsins fari fram með hverjum leik. Liðið hefur hingað til fengið á sig 5 mörk að meðatali í leik. Það þýðir að sjálfsögðu að til að vinna leiki þarf liðið að skora að meðaltali 6 mörk í leik eða reyna að fá á sig færri mörk. Hvort verður ofan á kemur í ljós fljótlega.
Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:
Brynjar F. Þórðarson 1/1
Gunnar Guðmundsson 1/0
Trausti Bergmann 1/0
Birgir Hansen 0/2
Úlfar Jón Andrésson 0/1
Bergur Einarsson 0/1
Refsimínútur Björninn: 16 mín
Mörk/stoðsendingar SA:
Sigurður S. Sigurðsson 2/2
Stefán Hrafnsson 1/1
Jóhann Már Leifsson 1/0
Josh Gribben 1/0
Gunnar Darri Sigurðsson 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/2
Björn Már Jakobsson 0/1
Refsimínútur SA: 12 mín.
Myndina tók Sigurgeir Haraldsson
HH