Björninn - SA umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Björninn bar á laugardaginn sigurorð af SA með fjórum mörkum gegn þremur í kvennaflokki en leikurinn fór fram í Egilshöll. Með sigrinum juku Bjarnarstúlkur möguleika sína á að vinna heimleikjaréttinn í úrslitakeppninni en þær hafa nú sex stiga forskot á SA-konur sem eiga þó leik til góða. Liðin eiga eftir að mætast einusinni en sá leikur fer fram laugardaginn 1. mars nk. á Akureyri.

Það var Alda Kravec sem kom Bjarnarkonum yfir snemma í fyrstu lotu en Alda hefur verið ágætlega iðinn við kolann í vetur en þetta var 17 stig hennar á tímabilinu. Silvía Björgvinsdóttir svaraði hinsvegar fyrir SA-konur rétt eftir miðja lotu og staðan að lokinn fyrstu lotu jöfn, 1 - 1

Bjarnarkonur náðu hinsvegar að nýta aðra lotu vel, sóttu stíft og uppskáru tvö mörk. Fyrra markið átti fyrrnefnd Alda Kravec en það síðara Flosrún Vaka Jóhannesdóttir.

Staða Bjarnarkvenna var því því vænleg þegar farið var inn í þriðju lotu en fljótlega í henni minnkaði Silvía Björgvinsdóttir muninn fyrir SA-konur  og leikurinn galopinn á ný. Þegar rúmar fimm mínnútur liðu leiks jók hinsvegar Snædís Mjöll Kristjánsdóttir muninn aftur fyrir heimakonur í tvö mörk, 4 - 2. Þrátt fyrir að Silvía Rán bætti við marki og fullkomnaði þar með þrennu sína dugði það ekki til og dýrmætu stigin þrjú enduðu hjá Birninum.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Alda Kravec 2/0
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1/1
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 0/2
Snædís Mjöll Kristjánsdóttir 1/0
Berglind Valdimarsdóttir 0/1

Refsingar Björninn: 10 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA:

Sylvía Björgvinsdóttir 3/0
Sunna Björgvinsdóttir 0/1

Refsingar SA: 20 mínútur

Mynd: Gunnar Jónatansson.

HH