Björninn - SA Ásynjur umfjöllun

Frá leiknum á laugardag
Frá leiknum á laugardag

Björninn og SA Ásynjur léku síðastliðinn laugardag á íslandsmóti kvenna í íshokkí. Leiknum lauk með sigri gestanna í Ásynjum sem gerðu fimm mörk gegn tveimur mörkum Bjarnarkvenna. Ásynjur hafa haft töluverða yfirburði þennan veturinn og höfðu fyrir leikinn þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn í flokknum.
Ásynjur hófu leikinn af miklum krafti og stra í fyrstu lotu náðu þær þriggja marka forystu með tveimur mörkum frá Silvíu Björgvinsdóttir og einu frá Birnu Baldursdóttir. Bjarnarkonur svöruðu hinsvegar fyrir sig með tveimur mörkum á tuttugu sekúndna kafla fljótlega í annarri lotu og hleyptur þar með spennu í leikin. Mörkin gerðu þær Karen Þórisdóttir og Sif Sigurjónsdóttir. Áður en lotan var úti hafi Katrín Ryan hinsvegar aukið muninn aftur fyrir Ásynjur. Í þriðju og síðustu lotunni  innsiglaði fyrirliði SA Ásynja, Linda Brá Sveinsdóttir sigur þeirra og að leikslokum tók hún við deildarabikarnum fyrir þeirra hönd.  

Mörk/stoðsendingar Björninn:
Karen Þórisdóttir 1/0
Sif Sigurjónsdóttir 1/0

Refsingar Björninn: 4 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA Ásynjur:
Silvía Björgvinsdóttir 2/1
Linda Brá Sveinsdóttir 1/0
Birna Baldursdóttir 1/0
Katrín Ryan 1/0
Guðrún Marín Viðarsdóttir 0/1

Refsingar SA Ásynjur: 10 mínútur



Myndir: Elvar Freyr Pálsson

HH