Hart tekist á í leiknum í gærkvöld Mynd: Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir
Annar leikur í úrslitakeppni kvenna um íslandsmeistaratitilinn fór fram í gærkvöld þegar Björninn og Skautafélag Akureyrar mættust. Leiknum lauk með sigri SA sem gerði 5 mörk gegn 1 marki Bjarnarkvenna. Staðan í einvíginu er nú 2 – 0 norðankonum í vil en þrjá leiki þarf til að hampa íslandsmeistaratitlinum. Einsog áður hefur komið fram glíma þær Hanna Rut Heimisdóttir og Bergþóra Bergþórsdóttir við meiðsli en einnig eru á þeim lista þær Díana Mjöll Björgvinsdóttir og Kristín Björg Jónsdóttir sem báðar leika með Skautafélagi Akureyrar.
Þrátt fyrir að það væru SA-konur sem sæktu töluvert meira í fyrstu lotunni voru það Bjarnarkonur sem gerðu eina markið. Þar var á ferðinni Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir og staðan því 1 – 0 Birninum í vil eftir fyrstu lotu.
SA-konur náðu hinsvegar að svara fyrir sig með þremur mörkum í annarri lotu. Það fyrrsta gerði Þorbjörg Eva Geirsdóttir á fimmtu mínútu lotunnar og rétt eftir miðja lotu bætti Diljá Sig Björgvinsdóttir öðru marki við. Lengi vel leit út fyrir að ekki kæmu fleiri mörk í lotunni en á síðustu mínútu hennar skoraði Jónína Margrét Guðbjartsdóttir dýrmætt mark fyrir norðankonur.
Strax í upphafi þriðju lotu má segja að SA-konur hafi gert út um leikinn en þá skoraði Guðrún Marín Viðarsdóttir fyrir þær og það var síðan Guðrún Blöndal sem átti lokaorðið hvað markaskorun varðaði um miðja lotu.
Næsti leikur er á morgun laugardag en meira um hann síðar.
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Steinunn Sigurgeirsdóttir 1/0
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 0/1
Refsingar Björninn: 6 mínútur
Mörk/stoðsendingar SA:
Jónína Guðbjartsdóttir 1/1
Þorbjörg Eva Geirsdóttir 1/0
Diljá Sif Björgvinsdóttir 1/0
Guðrún Marin Viðarsdóttir 1/0
Guðrún Blöndal 1/0
Birna Baldursdóttir 0/2
Sólveig Smáradóttir 0/1.
Refsingar SA: 8 mínútur
HH