Björninn og Skautfélag Akureyrar áttus við á íslandsmótinu í kvennaflokk í laugardagskvöldið. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði 9 mörk gegn 2 mörkum SA.
Rétt einsog í fyrri leik laugardagsins vantaði töluvert upp á breidd gestanna á meðan heimakonur í Birninum mættu fullmannaðar til leiks. Bjarnarkonur komust í 7 - 0 í fyrstu tveimur lotum leiknsins, án þess að gestirnir næðu að svara. Því má segja að þriðja og síðasta lotan hafi verið formatriði. Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir var þá þegar komin með þrennu en alls gerðu fjórir leikmenn mörk liðsins.
SA-stúlkur munu sjalfsagt safna liði fyrir næsta leik sem er eimitt leikur þessara sömu liða en hann fer fram á Akureyri þ. 5 október nk.
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Steinunn E. Sigurgeirsdóttir 4/0
Flosrún V. Jóhannesdóttir 2/1
Snædís Kristjánsdóttir 2/0
Alda Kravec 1/2
Ingibjörg G. Hjartardóttir 0/1
Kristín Ingadóttir 0/1
Anna Birna Guðlaugsdóttir 0/1
Refsingar Björninn 12 mínútur
Mörk/stoðsendingar SA
Guðrún Marín Viðarsdóttir 1/0
Kristín Jónsdóttir 1/0
Kolbrún Malmquist 0/1
Margrét Róbertsdóttir 0/1
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 0/1
Refsingar SA: 8 mínútur.
Mynd: Gunnar Jónatansson
HH