Björninn - Jötnar umfjöllun


Úr leik liðanna í gærkvöld                                                                                     Myndir: Gunnar Jónatansson

Björninn og Jötnar léku á íslandsmótinu í gærkvöld en þetta var jafnframt síðasti leikurinn í þriðju umferð.  Bjarnarmenn fóru með sigur af hólmi en liðið gerði 7 mörk gegn 2 mörkum gestanna í Jötnum. Þrátt fyrir að sigur heimamanna væri nokkuð öruggur einsog tölurnar bera með sér var leikurinn lengi vel spennandi og það var ekki fyrr en í þriðju lotu sem Bjarnarmenn sigu framúr.

Bjarnarmenn áttu tvö fyrstu mörkin í fyrstu lotu. Lars Foder það fyrra eftir skemmtilega sending frá Daniel Kolar. Það síðara átti síðan fyrrnefndur Daniel en þá var fátt um varnir hjá Jötnum þegar liðin léku fjórir á fjóra. Ingþór Árnason kom hinsvegar Jötnum inn í leikinn þegar um mínúta var eftir af lotunni en þá náðu Jötnar að nýta sér vel að vera einum fleiri á svellinu.
Sama var upp á teningnum í annarri lotu. Bjarnarmenn áttu fyrstu tvö mörkin og aftur minnkuðu Jötnar muninn þegar skammt var til leikhlés. Mörk Bjarnarmanna áttu ungleikmennirnir Falur Birkir Guðnason og Brynjar Bergmann en fyrir Jötnar skoraði Ben DiMarco en hann er nýr leikmaður í liði norðanmanna.
Þriðja og síðasta lotan var síðan eign Bjarnarmanna hvað markaskorun varðaði. Þrjú mörk litu dagsins ljós. Lars Foder átti tvö þeirra en á milli marka hans gerði Jón Árni Árnason sitt fyrsta mark í meistaraflokki.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Lars Foder 3/0
Falur Birkir Guðnason 1/1
Brynjar Bergmann 1/1
Daniel Kolar 1/1
Jón Árni Árnason 1/0
Andri Már Helgason 0/2
Úlfar Jón Andrésson 0/1
Gunnar Guðmundsson 0/1

Refsingar Björninn: 8 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Jötnar:

Ingþór Árnason 1/0
Ben DiMarco 1/0
Jóhann Leifsson 0/1
Róbert Guðnason 0/1

Refsingar Jötnar: 8 mínútur.

HH