Björninn - Ásynjur umfjöllun

Björninn og Ásynjur mættust í kvennaflokki sl. laugardag og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu átt mörk gegn einu marki Bjarnarkvenna. Björninn hefur misst sinn sterkasta sóknarmann frá síðasta ári, Flosrúnu V Jóhannesdóttir. Hópurinn hjá Bjarnarkonum er hinsvegar ágætlega stór þar sem nokkuð af fyrrum leikmönnum liðsins hefur hafið aftur æfingar eftir misjanflega langt hlé.

Ásynjur voru sterkari aðilinn í leiknum alveg frá byrjun en mesta jafnræðið var þó með liðunum í fyrstu lotu. Í henni náðu Ásynjur þriggja marka forystu með mörkum frá systrunum Dilja- og  Silvíu (2) Björgvinsdætrum. 
Silvía var aftur á ferðinni fljótlega í annarri lotu en rétt fyrir lotulokin opnaði Kristín Ingadóttir markareikning Bjarnarkvenna. 
Þriðja og síðasta lotan var að sumu leyti endurtekning á þeirri sem á undan kom. Þ.e. Ásynjur sóttu mikið og á endanum bættu þær við fjórum mörkum og stigin þrjú því þeirra.

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:

Kristín Ingadóttir  1/0
Lilja María Sigfúsdóttir 0/1

Refsingar Bjarnarins: 4 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Ásynja:

Silvía Rán Björgvinsdóttir 5/0
Diljá Björgvinsdóttir 1/0
Jónina Margrét Guðbjartsdóttir 1/0
Eva María Karvelsdóttir 1/0
Linda Sveinsdóttir 0/2
Sunna Björgvinsdóttir 0/1

Refsingar Ásynja: 2 mínútur.

HH