Björninn - Ásynjur umfjöllun


Frá leik liðanna á síðasta tímabili.                                                                         Mynd: Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir

Björninn og Ásynjur áttust við á íslandsmótinu í kvennaflokki á laugardaginn. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerður sex mörk gegn einu marki Bjarnarkvenna.

Þetta var þriðji leikur þessara liða á þessu tímabili en Ásynjur sem ekki höfðu tapað leik á tímabilinu þegar kom að þessum leik voru greinilega staðráðnar í að halda sigurgöngu sinni áfram. Fyrsta markið kom fljótlega í fyrstu lotunni en það gerði Guðrún Blöndal og áður en lotan var hálfnuð hafði Birna Baldursdóttir komið Ásynjum í þægilega 0 - 2 stöðu.

Leikurinn jafnaðist nokkuð í annarri lotu og aðeins eitt mark mark var skorað. Þar var á ferðinni fyrrnefnd Guðrún Blöndal og staðan því orðin 0 - 3 Ásynjum í vil.

Í upphafi þriðju lotu minnkaði Lilja María Sigfúsdóttir muninn fyrir Bjarnarkonur. Ásynjur svöruðu hinsvegar fljótlega fyrir sig með tveimur mörkum frá Guðrúnu Blöndal og Sólveigu Smáradóttir. Undir lok leiksins bætti Guðrún Blöndal síðan við sínu fjórða marki og stigin þrjú voru Ásynja.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Lilja María Sigfúsdóttir 1/0
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 0/1

Refsingar Björninn: 10 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:

Guðrún Blöndal 4/0
Birna Baldursdóttir 1/0
Sólveig G. Smáradóttir 1/0
Anna Sonja Ágústsdóttir 0/2
Diljá Sif Björgvinsdóttir 0/1
Védís Valdimarsdóttir 0/1
Jónína M. Guðbjartsdóttir 0/1
Linda Brá Sveinsdóttir 0/1
Elísabet Kristjándsóttir 0/1
Katrín Ryan 0/1

Refsingar Ásynjur: 8 mínútur.

HH