Fyrr í dag léku Ísland og Belgía í Undir 20 ára aldursflokki á Heimsmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins. Leikið er í Belgrad í Serbíu. Liðið er búið að vinna tvo leiki gegn heimamönnum í Serbíu og núna Belga og tapa tveimur gegn Spáni og Ástralíu. Síðasta leik sinn leikur liðið á laugardagsmorgun klukkan 11:30 að íslenskum tíma.
Uni Blöndal opnaði markareikning okkar á 12. mínútu með góðu marki eftir stoðsendingu frá Ólafi Björgvinssyni og Birki Einissyni. 30 sekúndum síðar bætti Haukur Karvelsson við öðru góðu marki eftir stoðsendingu frá Hektor Hrófssyni. Þar við sat eftir fysta leikhluta. Skot á mark í þessum leikhluta voru ISL 11 og BEL 11.
Sex mínútur inn í annan leikhluta skoraði Birkir Einisson þriðja mark okkar eftir stoðsendingu frá Arnari Helga Kristjánssyni og Una Blöndal. Innan við mínútu seinna skoruðu Belgar á okkur. Tveimur mínútum seinna skoraði Arnar Karvelsson fjórða mark okkar eftir stoðsendingu frá nafna sínum Kristjánssyni. Belgar klóruðu í bakkann og skoruðu annað mark sitt. Arnari Karvelssyni var nóg um og á 39 mínútu negldi hann öðru marki og aftur eftir stoð frá Arnari Helga. Staðan 5-2 í seinna leikhlé og skot á mark í öðrum leikhluta var ISL 10 BEL 16.
Í þriðja leikhluta settum við síðan tvö mörk í viðbót án þess að belgar næðu að svara fyrir sig. Sjötta markið skoraði Birkir Einisson eftir stoð frá Ólafi Björgvinssyni og Viktor Mojzyzek. Það sjöunda kom svo frá Arnari Helga Kristjánssyni eftir stoðsendingu frá Ólafi Björgvinssyni. Skot á mark í þessari lotu voru ISL 10 BEL 07.
Samtals voru því skot á mark 31-34 Belgum í vil sem gefur góða vísbendingu um að Þórir Aspar hafi verið að standa sig vel í markinu. 94,12% markvarsla sem er mjög gott.
Mörk og stoð: Birkir Einisson 2/1, Arnar Karvelsson 2/0, Arnar Helgi Kristjánsson 1/3, Uni Blöndal Sigurðarson 1/1, Haukur Karvelsson 1/0, Ólafur Baldvin Björgvinsson 0/3, Viktor Mojzyszek 0/1, Hektor Hrólfsson 1/1,
Maður leiksins var Arnar Karvelsson