Beinar útsendingar frá IIHF komnar á einn stað

Alþjóða Íshokkísambandið IIHF er að opna IIHF.TV þar sem verður hægt að fylgjast með leikjum frá öllum mótum á þeirra vegum. Fyrsta mótið sem fer inn á þessa nýju rás er WWIIA sem leikið er í Bytom Póllandi. Þar eru konurnar okkar meðal þátttakenda. Nú verður loksins hægt að fara á einn stað iihf.tv til þess að horfa á alla leiki sem landsliðin okkar taka þátt í .  Greiða þarf smá aðgangseyrir fyrir hvert mót. Í tilfelli mótsins í Póllandi þá er um að ræða 6 Evrur fyrir mótið eða 870 krónur.

Beinum fríum útsendingum í gegnum YouTube á vegum IIHF eða mótshaldara er því hætt héðan í frá. 

Spánn - Ísland mánudaginn 7. apríl næstkomandi verður fyrsti leikurinn sem fer inn á þetta nýja platform IIHF. Muna svo bara að hrópa ÁFRAM ÍSLAND!!!!!