SA - Björninn 1. leikur í úrslitum


Frá leik liðanna                                                                                                                          Mynd: Elvar Freyr Pálsson

SA og Björninn léku í gærkvöld fyrsta leikinn í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn á Akureyri í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri SA sem gerðu 7 mörk gegn 3 mörkum Bjarnarkvenna. Það lið sem verður fyrr til að vinna þrjá leiki hampar titlinum.

Bæði lið mættu ágætlega mönnuð til leiks en  hjá SA vantaði þó landsliðskonuna Bergþóru H Bergþórsdóttir. Bjarnarkonur söknuðu hinsvegar Hönnu Rutar Heimisdóttir en báðar glíma þær við meiðsli. Það voru Bjarnarkonur sem náðu forystunni á sjöundu mínútu  með marki frá Steinunni Erlu Sigurgeirsdóttir. Ásynjur náðu hinsvegar að jafna fjórum mínútum síðar og var þar á ferðinni Sarah Smiley. Liðin náðu ekki að bæta við mörkum það sem eftir lifði lotunnar og staðan því 1 – 1 að lokinni fyrstu lotu.

Í  fyrri hluta annarrar lotu náðu SA hinsvegar forystu en á innan við  mínútu gerðu þær tvö mörk. Fyrra markið gerði Guðrún Blöndal en það síðar Sarah Smiley. Fleiri mörk komu ekki í lotunni og staðan því orðin 3 – 1 Ásynjum í vil.

SA-konur komu sér síðan í þægilega 4 – 1 stöðu strax í upphafi þriðju lotu með marki frá Önnu Sonju Ágústsdóttir. Bjarnarkonur neituðu hinsvegar  að gefast upp og Flosrún Vaka Jóhannesdóttir minnkaði muninn fyrir þær á sjöundu mínútu lotunnar. Birna Baldursdóttir jók hinsvegar muninn fljótlega aftur í 5 – 2 fyrir SAum miðja lotuna. Flosrún Vaka var síðan aftur á ferðinni skömmu síðar og staðan því 5 – 3 og enn um sjö mínútur eftir af leiknum. Bjarnarkonur reyndu síðan hvað þær gátu að jafna leikinn undir lokin. M.a. tóku þær markmann sinn, Karitas Sif Halldórsdóttir, af velli. Það dugði þó ekki til og Birna Baldursdóttir kláraði leikinn fyrir SA-konur með tveimur mörkum undir lokin.

Næsti leikur liðanna er á morgun í Egilshöll og hefst klukkan 19.30 en nánar að því síðar.

Mörk/stoðsendingar SA:

Birna Baldursdóttir 3/1
Sarah Smiley 2/1
Anna Sonja Ágústsdóttir 1/2
Guðrún Blöndal 1/0
Diljá Sif Björgvinsdóttir 0/1
Guðrún Marín Viðarsdóttir 0/1 
Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 0/1

Refsingar SA: 12 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 2/0
Steinunn Sigurgeirsdóttir 1/0
Lilja María Sigfúsdóttir 0/1
Kristín Ingadóttir 0/1
Sigrún Sigmundsdóttir 0/1

Refsingar Björninn: 6 mínútur

HH