Nýskipuð aganefnd ÍHÍ kom saman til fundar í dag þar sem ræddar voru áherslur fyrir komandi tímabil.
Í nefndinni sitja Viðar Garðarsson formaður, Árni Geir Jónsson, og Matthías Skjöldur Sigurðsson. Varamenn eru Bjarni Baldvinsson og Þórhallur Viðarsson.
Beiðnum um skoðun aganefndar á atvikum hvort sem þau eru frá félögum eða einstaklingum inn í hreyfingunni verður vísað frá. Nefndin einsetur sér að skoða atvikaskýrslur dómara og þau atvik ítarlega þar sem leikmenn hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum, hvort sem þessi atvik eru á dómaraskýrslu eða ekki. Slíkt verður þó ávallt háð mati nefndarmanna á hverjum tíma en ekki annarra.
Að öðru leiti óskar aganefnd ÍHÍ, liðum og leikmönnum heilla á komandi tímabili.