Í dag, 6. Nóvember, heldur Íshokkísamband Íslands upp á tíu ára afmæli sitt sem sérsamband fyrir íshokkííþróttina en fram að þeim tíma hafði sambandið verið deild innan Skautasambands Íslands.
Segja má að fyrirsögn að frétt um málið sem birtist á vef Skautafélags Reykjavíkur segi allt sem segja þarf en þar segir: ”Sögulegur dagur fyrir íshokkí á Íslandi”. Einnig kemur fram í fréttinni að stofnfundi sambandsins hafi stjórnað þáverandi forseti Íþrótta og Ólympíusambands Íslands, Ellert B. Schram. Sérstakur gestur stofnfundarins var þáverandi framkvæmdastjóri Alþjóða Íshokkísbamdandsins Jan-Ake Edvinsson sem jafnframt flutti ávarp á fundinum.
Formaður sambandsins var kosinn Viðar Garðarsson sem enn gegnir embættinu.
HH