Í gær fimmtudaginn 20. mars 2025 var aðalfundur Skautafélags Hafnarfjarðar haldin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Ágætis mæting var á fundinn og fóru aðalfundarstörf fram samkvæmt lögum félagsins.
Minniháttar breyting varð á stjórn en aðeins var kosið um tvö sæti af fimm í stjórn félagsins.
Áfram í stjórn þar sem þau hlutu tveggja ára kosningur á stofnfundi 2024 og eru því löglega kjörin þar til á aðalfundi 2026 eru:
Þórhallur Viðarsson formaður
Þóra Guðmundsdóttir
Ellert Þór Arason
Kosnir til eins árs á stofnfundi voru þeir
Ingólfur Bjarnason og Elvar Freyr Hafsteinsson og því var kosið um sæti þeirra á þessum aðalfundi. Ingólfur Bjarnason sóttist eftir endurkjöri og fór svo að hann fékk kosningu ásamt Gunnlaugi Thoroddsen í stjórn Skautafélags Hafnafjarðar til tveggja ára eða fram að aðalfundi 2027.
Stjórn félagsins fram að næsta aðalfundi 2026 skipa því
Þórhallur Viðarsson formaður
Þóra Guðmundsdóttir
Ellert Þór Arason
Ingólfur Bjarnason
Gunnlaugur Thoroddsen