Að taka lið í fóstur

Í dag eru nákvæmlega 30 dagar þangað til Vetrarólympíuleikarnir hefjast í Vancouver í Kanada. Ekki þarf að skrifa langa tölu um að leikarnir verða frábær sýning fyrir íshokkí og sjálfsagt margir farnir að bíða spenntir eftir leikunum.
Í nýlegri skoðanakönnun sem við héldum á vef ÍHÍ kom fram að nokkuð margir lesendur síðunnar eru tilbúnir til að skrifa á síðuna um hokkí og allt sem því viðkemur.
Hugmyndin er semsagt sú að áhugamenn taki lið sem þeir hafa mikla þekkingu á (eða eru til í að afla sér hennar) og skrifi um það. Það gæti t.d. verið greining á liðinu sem slíku, einstaka leikmönnum og hverjir eru veik- og styrkleikar liðsins. Greinarnar birtum við síðan á vef ÍHÍ, með eða án nafns greinarhöfundar, þegar styttast fer í leikana.

Leikmannalisti karla er hér og kvennanna hér.

Þau lið sem eru í pottinum ásamt stöðu þeirra á heimslistanum má sjá hér fyrir neðan.

Karlalið

1. Rússland 2925

2. Kanada 2905
3. Svíþjóð 2795
4. Finnland 2760
5. USA 2665
6. Tékkland. 2635

Kvennalið

1. USA 1790
2. Kanada 1750
3. Finnland 1675
4. Svíþjóð 1635

Ef einhver hefur áhuga á að skrifa um lið sem ekki er á listanum þá er það velkomið. Við munum líka aðstoða menn eftir bestu getu varðandi greinarskrifin.


Þeir sem vilja taka lið í fóstur sendi póst á ihi@ihi.is. Fyrstur kemur fyrstur fær. 

HH