25.01.2010
Hokkíhelgin að þessu sinni var með ýmsu sniði. Fremst í flokki voru börnin í 5; 6. og 7. flokk sem spiluðu hokkí bæði á laugardag og sunnudag. Fjörið var mikið svo ekki sé talað um fagnaðarlætin þegar liðin náðu að setja mark. Það skemmdi ekki fyrir að þetta er eitt stærsta barnamót sem haldið hefur verið. Framkvæmdin var Bjarnarmönnum til mikils sóma og gaman var að sjá þann fjölda foreldra sem mætti til að horfa á.
Á sunnudagsmorgninum var haldin æfing hjá U18 ára liðinu. Góð mæting var og vel tekið á. Næsta æfing hjá liðinu er í febrúar og þá kemur í ljós hverjir fara til Narva í Eistlandi til að keppa fyrir Íslands hönd.
Annar flokkur Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar mættust svo tvívegis og má sjá úrslit leikjanna hér hægra meginn á síðunni.
Myndina tók Jónsi
HH