5. dagur í ferð karlalandsliðs

Fyrsti leikdagur var runnin og spennan farin að magnast. Morgunæfinguna mátti sjá í nokkuð spaugilegu ljósi því á henni voru tveir þjálfarar, einn tækjastjóri og einn leikmaður. Sigurður Sigurðsson sem kom seint kvöldið áður á keppnisstað var einn leikmanna drifinn á æfingu og látinn skauta úr sér hrollinn á meðan aðrir leikmenn fengu að sofa út.

Morgunverður var uppúr tíu og menn tóku ágætlega hraustlega í hann en um ellefu leytið var haldið í höllina enda átti íslenska liðið fyrsta leik sem hófst klukkan 13.00 að staðartíma. Eins og við sögðum frá hér í gær endaði leikurinn með sigri okkar manna en við bætum við tveimur tenglum af mbl.is um leikinn.

Baráttuandinn var til staðar

Íslenski fáninn dreginn að húni

Menn voru að vonum kátir með sigurinn þegar haldið var heim á hótel og tekinn góður hádegisverður sem var reyndar nær því að vera miðdegisverður því klukkan var um hálffimm þegar borðað var. Leikmenn fengu síðan frí og nýttu sumir sér það til kíkja í verslanir meðan aðrir slöppuðu af. Um hálfátta var farið á setningu mótsins og horft á hluta af leik Eistlands og Ísrael.

Aftur var haldið heim á hótel og nú tekinn síðkvöldverður enda klukkan um hálftíu og síðan fyrirskipaði þjálfarinn mönnum að vera komnir í bólið um miðnætti. Andinn í hópnum er góður og menn staðráðnir í að gera sitt allra besta.

Myndina tók Kristján Maack

HH