Seint á síðasta ári kom Sergei Zak með þá hugmynd að haldin yrði þrautabrautarkeppni í yngri aldursflokkum sem fengi nafnið "Þrautabraut ÍHÍ". Stefnt var að brautum í 4. og 5. flokki. Erfiðlega gekk að koma verkefninu í gang á síðasta tímabili en nú hefur því verið hrint af stað.
Braut einsog þessi gefur leikmönnum gott tækifæri til að sjá hvar þeir standa í hinum ýmsu æfingum og hvar þeir þurfa helst að bæta sig. Teikningar af brautunum
má sjá hér og hér má finna
niðurstöður efstu þrjátíu leikmannanna. Fleiri þrautabrautir verða svo haldnar á keppnistímabilinu og þá geta leikmenn séð hvort þeir eru að bæta sig í einstaka þraut.
Þrautabraut ÍHÍ á sér svo tengil vinstra meginn á síðunni.
HH