Björninn og Ynjur léku í meistaraflokki kvenna á laugardagskvöld og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Ynja sem gerðu 5 mörk gegn 1 marki Bjarnarins. Karitas Sif Halldórsdóttir var kominn aftur í mark Bjarnarstúlkna og styrkti það liðið til muna . Sömu lið léku einnig um síðustu helgi á Akureyri og þá unnu Ynjur stóran sigur en sá leikur endaði 16 – 2 þeim í vil.
Fyrsta lotan var í ágætis jafnvægi en á stuttum kafla rétt eftir miðja fyrstu lotu náðu Ynjur að skora tvö mörk. Fyrra markið gerði Bergþóra H Bergþórsdóttir eftir stoðsendingu frá Védísi Áslaugu Valdimarsdóttir. Síðarara markið gerði hinsvegar Vigdís Aradóttir eftir stoðsendingu en stoðsendinguna að þessu sinni átti Silja Rún Gunnlaugsdóttir. Staðan því 0 – 2 Ynjum í vil eftir fyrstu lotu.
Í annarri lotunni bætti Vigdís síðan við sínu öðru marki en að þessu sinni var það varnarmaðurinn Guðrún Marín Viðarsdóttir sem átti stoðsendinguna. Staðan því 0 – 3 og Ynjur með góð tök á leiknum.
Í þriðju og síðustu lotunni komu Ynjur sér í góða stöðu með tveimur mörkum en undir lokin náði Sigrún Agatha Árnadóttir að minnka muninn fyrir Bjarnarkonur en stoðsendinguna átti Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir.
Margir leikmenn beggja liða nýttu einnig helgina í landsliðsbúðir og því hægt að segja að helgin hafi verið nýtt til fulls.
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Sigrún Agatha Árnadóttir 1/0
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 0/1
Refsingar Björninn: 8 mínútur
Mörk/stoðsendingar Ynjur:
Vigdís Aradóttir 2/0
Bergþóra H Bergþórsdóttir 1/0
Diljá Sif Björgvinsdóttir 1/0
Anna Sonja Ágústsdóttir 1/0
Guðrún Marín Viðarsdóttir 0/1
Eva Karvelsdóttir 0/1
Védís Áslaug Valdimarsdóttir 0/1
Refsingar Ynjur: 8 mínútur
Mynd: Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir
HH