Björninn - Ynjur


Úr leik Bjarnarins og Ynja á síðasta tímabili.                                                                      Mynd: Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir

Björninn og Ynjur léku á íslandsmótinu í íshokkí kvenna sl. föstudag og lauk leiknum með sigri Ynja sem gerðu tíu mörk gegn einu marki Bjarnarins.

Ynjur hófu leikinn með stór sókn og strax á annarri mínútu skoraði Diljá Sif Björgvinsdóttir mark fyrir Ynjur en hún átti eftir að koma meira við sögu hvað markaskorun varðaði síðar í leiknum. Þegar lotunni lauk höfðu Ynjur bætt við fjórum mörkum og þær því komnar í þægilega 0 - 5 stöðu strax að lokinni fyrstu lotu.

Í annarri lotu jafnaðist leikurinn nokkuð og skiptust liðin á að sækja án þess þó að ná að skora.

Ynjur náðu síðan að skora fimm mörk gegn einu marki Bjarnarstúlkna. Fyrrnefnd Diljá Sif fulllkomnaði þrennu sína í leiknum í lotunni en það gerði einnig Jónína M. Guðbjartsdóttir.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 1/0
Ingibjörg G. Hjartardóttir 0/1

Refsingar Björninn: 4 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Ynjur:

Diljá Sif Björgvinsdóttir 3/1
Jónína M. Guðbjartsdóttir 3/1
Kristín Björg Jónsdóttir 2/0
Védís Á. Valdimarsdóttir 1/0
Thelma María Guðmundsdóttir 1/0
Sunna Björgvinsdóttir 0/1

Refsingar Ynjur: 6 mínútur 

HH