Björninn - SR Fálkar umfjöllun


Úr myndasafni                                                                                                      Mynd: Sigrún Björk Reynisdóttir

Björninn og SR Fálkar léku á íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöld. Leikurinn fór fram í Egilshöll og lauk með sigri Bjarnarins sem gerði tólf mörk gegn 2 mörkum SR Fálka.
Lið SR Fálka, sem að mestu var skipað ungum og efnilegum leikmönnum, átti allan tímann í vök að verjast gegn reynsluboltunum úr Birninum sem sóttu stíft á þá. Það tók þó Bjarnarmenn þó nokkurn tíma að setja fyrsta markið en þá komu fjögur mörk á skömmum tíma. Bjarnarmenn bættu svo jafnt og þétt við forystu sína með því að skora fjögur mörk í hvorri þeirra lotu sem eftir var. SR-Fálkar laumuðu inn marki í annarri og þriðju lotu.

Þess má svo að lokum geta að öll tölfræði hefur nú verið uppfærð í karlaflokki en hana má sjá hér.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Daniel Kolar 3/1
Ólafur Hrafn Björnsson 2/2
Falur Birkir Guðnason 2/1
Brynjar Bergmann 2/1
Úlfar Jón Andrésson 1/2
Matthías Skjöldur Sigurðsson 1/2
Trausti Bergmann 1/0
Birkir Árnason 0/3
Andri Helgason 0/1

Refsingar Björninn: 10 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR Fálkar:

Sindri Björnsson 1/1
Arnþór Bjarnason 1/0
Daniel Steinþór M. Norðdahl 0/1

Refsingar SR Fálkar: 32 mínútur.

HH