02.04.2004
Þau tíðindi voru að gerast að Belgía og Spánn voru að gera jafntefli 3-3. Við þetta er orðið nokkuð ljóst að U18 liðinu okkar hefur tekist ætlunarverk sitt að halda sæti sínu í 2. deild.
Belgía á eftir að leika við Holland og verður að telja nokkuð víst að þeir eigi ekki möguleika á móti þeim, enda Hollendingar mun sterkara lið sem er að leika til verðlauna á þessu móti. Þar með eru líkur Belga á því að ná okkur að stigum orðnar verulega litlar.
Við leikum við Ungverja í kvöld og verður sá leikur erfiður fyrir drengina okkar en síðan eigum við eftir leik við Spán sem við eigum alveg möguleika á að vinna.
Ef við vinnum Spán með meira en einu marki getur það gerst að Spánn falli niður í þriðjudeild og Belgarnir hangi uppi.
Glæsilegur árangur hjá strákunum.