BELGARNIR LAGÐIR Í ÆSISPENNANDI LEIK

Ísland - Belgía 4 - 3
(2-1)(1-0)(1-2)
Undir 18 ára liðið okkar var rétt í þessu að sigra Belga í Heimsmeistaramóti 2. deildar A í leik sem leikin var í Úngverjalandi.

Maður Íslands í þessum leik var valin Daníel Eriksson sem skoraði 3 af 4 mörkum Íslands. Í fyrsta leikluta náði Daníel foristu fyrir Ísland á 5:38, Belgarnir jöfnuðu síðan á 8:32 þegar við vorum að verjast einum færri. Daníel bætti síðan við öðrumarki Íslands á 12:46 og þetta var staðan eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta, nánar á 32:34 skoraði Daníel síðan sitt þriðja mark eftir að Belgar lentu í refsingarvandræðum og við vorum að leika 5 á móti þeim 3 og þannig var staðan eftir 2 leikhluta.

Í þriðja leikhluta dró heldur betur til tíðinda Belgarnir voru ákveðnir í að láta þessa smáþjóð í norðri ekki baka sig, enda hafa þeir í gegnum tíðina haft nokkra yfirburði í leikjum gegn okkur. Þeir skoruðu 2. mark sitt á 43:26 og bættu síðan við því 3ja á 54:16 og allt í einu var staðan orðin 3 - 3 og allt í járnum. Sá sem þetta ritar var að fara á taugum við það að horfa á tölvuskjáinn og fylgjast þar með leiknum í beinni á netinu, allt var nagað, neglur kjúkur og handarbök.

Á 58:14 eða þegar aðeins 1 mínúta og 46 sekúndur voru eftir af leiknum skoraði síðan Gauti Þormóðsson sigurmark leiksins Jibbý VIÐ UNNUM.

Það er rétt að geta þess að fyrir þessa keppni var aðeins eitt markmið sett fyrir liðið og það var að halda sæti sínu í 2. deild, eftir þennan glæsilega sigur á Belgum erum við búin að taka ákveðið skref í þá átt. Þetta er glæsilegur sigur sérstaklega í ljósi þess að Belgar hafa staðið okkur umtalsvert framar síðustu ár og það hefur ekki gerst áður að við höfum sigrað þá. Greinilegt er að Strákarnir okkar eru á réttri leið og sendum við þeim öllum baráttu kveðjur út. Þeir eru búnir að standa sig með mikilli prýði og verið okkur öllum til sóma með framkomu sinni innan vallar jafnt sem utan.

Þá er bara að týna ekki einbeitingunni í erfiðum leikk við Ungverja og setja síðan allt í leikinn við Spán sem verður okkar síðasti leikur í þessu móti. ÁFRAM ÍSLAND