Sjaldan hefur spennan verið eins mikil og á þessu tímabili. Innkoma Hafnarfjarðar í deildina hefur hleypt miklu fjöri í þetta og leikirnir eru heilt yfir gríðarlega spennandi.
Skautafélag Akureyrar þarf aðeins eitt stig til viðbótar til þess að tryggja sér Deildarmeistara titilinn. Þeir eiga eftir að leika 2 leiki. Þeim nægir einnig að Skautafélag Reykjavíkur missi eitt stig úr sínum 3 leikjum sem þeir eiga eftir, til þess að Deildarmeistara titillinn og þar með heimaleikjarétturinn fari norður.
Síðan eru það SR og Fjölnir sem tölfræðilega eiga bæði möguleika á að komast inn í úrslit. Aðeins eru eftir 5 leikir með leiknum í kvöld sem er síðasti innbyrðis leikur Reykjavíkurliðanna. Fyrir utan leikinn í kvöld á Fjölnir eftir leik við Hafnarfjörð og einn við SA. SR eiga eftir fyrir utan leikinn við Fjölni í kvöld, tvo leiki við Akureyri. Stiga munurinn á liðunum er 5 stig þannig að tölfræðilega á Fjölnir möguleika á að komst í úrslit ef þeir vinna leikinn í kvöld.
Leikurinn í Laugardalnum í kvöld hefst klukkan 19:45........