22.07.2007
Garðar Jónasson er látinn.
Garðar fæddist á Akureyri þann 6. desember 1952 og lést mánudaginn 16. júlí s.l. eftir skammvinn veikindi. Garðar var mikill skautamaður og spilaði íshokkí með Skautaféalagi Akureyrar alla sína tíð. Hann spilaði með meistaraflokki SA í gömlu bæjarkeppnunum sem og fyrstu árin eftir að þriggja liða íslandsmót hófst árið 1991. Síðustu ár spilaði hann með Old boys liði SA. Hann tók virkan þátt í félagsstörfum og vann m.a. annars alltaf við leiki meistaraflokks og þá oftast sem markadómari nú í seinni tíð en einnig sem línudómari hér á árum áður.
Ættingjum og vinum hans Garðars vottum við samúð okkar.
Stjórn Íshokkísambands Íslands