03.06.2003
Á aðalfundi IIHF er meðal annars ákveðið hvar er leikið í heimsmeistarakeppni IIHF.
Gulldrengirnir í U-18 landsliði Íslands fara á næsta ári til Ungverjalands og keppa þar í annarri deild við Ukraínu, Hollendinga, Belga, Spán og síðast en ekki síst heima menn Ungverja.
Keppnin verður haldin í borginni Debrcen 28. mars til 3. apríl, borgin er næst stærsta borg Ungverjalands um 220 kílómetra fyrir austan Budapest. Leikið verður í Fönix skautahöllinni sem er nýleg glæsileg höll sem tekur 5400 manns í sæti.
20 ára liðið fer til Póllands, ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar í Póllandi verður leikið, né heldur hvaða daga.
Karla liðið spilar að öllu líkindum heima að þessu sinni ekki er enn ljóst hve mörg lið fá að vera í þriðju deild. Þetta er ekki endanlega ákveðið og bíður meðferðar fundarins.