Tekin er fyrir dómaraskýrsla úr leik SR og Bjarnarins frá 30. september 2016.
Leikmaður Bjarnarins nr. 32 Sigursteinn Atli Sighvatsson fékk brottvísun úr leik, MP, fyrir að sparka í leikmann SR, aðför að dómara og brot á rúðu í Skautahöllinni í Laugardal. Atvikið átti sér stað 13:48 mínútu, fyrsta leikhluta.
Úrskurður: Leikmaður Bjarnarins nr. 32 Sigursteinn Atli Sighvatsson fær refsingu 3ja leikja bann fyrir brotin. Verði ekki búið að ganga frá greiðslu fyrir það eignatjón sem varð, þá lengist bannið þangað til eignatjón verði bætt að fullu við Skautahöllina í Laugardal. Leitað verður staðfestingar frá framkvæmdastjóra Skautahallarinnar í Laugardal þess efnis.
F.h Aganefndar
Viðar Garðarsson formaður