Viðbótar leikheimildir fyrir SR

Skautafélag Reykjavíkur óskaði í vikunni eftir erlendum félagaskiptum og leikheimildum  fyrir eftirtalda leikmenn. 

Hákon Martein Magnússon  og Alex Mána Sveinsson en báðir þessir leikmenn fóru til Svíþjóðar á ótímabundnum félagaskiptum. 

SR greiddi fyrir félagaskiptin samkvæmt regum ÍHÍ.  Leikmennirnir, IIHF og sænska íshokkísambandið hafa öll staðfest félagaskiptin og því hafa þessir einstaklingar fengið félagaskipti til Íslands og hlotið leikleyfi. Því teljast þeir löglegir leikmenn á Íslandsmótinu í íshokkí frá og með tímabilinu 2024-2025 með Skautafélagi Reykjavíkur.

SR sótti einnig um félagaskipti og greiddi fyrir VERDINS, Rihards sem er yngri en 18 ára og því er um svokallað LOA (letter of approval) að ræða í hans tilfelli. IIHF og Latneska íshokkísambandið hafa samþykkt félaga skiptin en þau eru tímabundin og gilda til 30.júní 2025.
Rihards VERDINS hefur því hlotið leikleyfi og telst löglegur leikmaður á Íslandsmótinu í íshokkí tímabilið 2024 - 2025.