Frá leik Víkinga og Húna Mynd: Sigurgeir Haraldsson
Víkingar og Húnar léku á íslandsmótinu í íshokkí á laugdardaginn í all sögulegum leik. Leiknum lauk með sigri Húna sem gerðu 7 mörk gegn 2 mörkum Víkinga. Þar með er ekki öll sagan sögð því ekki tókst að ljúka leiknum því þegar 7 mínútur og 31 sekúnda var eftir af þriðja og síðasta leikhluta fór rafmagnið af skautahöllinni á Akureyri. Dómari leiksins, Orri Sigmarsson, sendi leikmenn í byrjun til búningsklefa en þegar útséð var um að rafmagn kæmist ekki á, var leikurinn flautaður af.
Húnar mættu ákveðnir til leiks og komu sér 0 – 2 forystu í fyrstu lotunni með mörkum frá Hirti Björnssyni og Brynjari Bergmann. Mark Hjartar kom eftir að Húnar nýttu sér að vera einum fleiri á ísnum.
Í annarri lotu komu Húnar sér síðan í kjörstöðu með því að skora fyrstu þrjú fyrstu mörkin á átta mínútna kafla í byrjun lotunnar. Þá vöknuðu Víkingar til lífsins og skoruðu tvö mörk á stuttum tíma. En Húnar áttu lokaorð lotunnar og bættu við tveimur mörkum skömmu fyrir lotulok.
Eins og áður sagði var þriðja lotan styttri en á þeim rúmlega 12 mínútum sem spilaðar voru náði hvorugt liðið að skora.
Mörk/stoðsendingar Víkingar:
Lars Foder 1/1
Ingþór Árnason 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/2
Refsingar Víkingar: 14 mínútur
Mörk/stoðsendingar Húnar:
Hjörtur Björnsson 3/1
Brynjar Bergmann 2/2
Steindór Ingason 1/1
Sturla Snær Snorrason 1/0
Matthías Sigurðsson 0/2
Falur Birkir Guðnason 0/2
Ólafur Björnsson 0/1
Andri Helgason 0/1
Gunnlaugur Guðmundsson 0/1
Refsingar Húnar: 12 mínútur