Vancouver 2010

Það kom þeim er þetta skrifað nokkuð á óvart þegar haft var samband við hann í vikunni og forvitnast um aðgöngumiða á Ólympíuleikana í Vancouver. Þar voru á ferðinni stúlkur sem spila íshokkí og höfðu áhuga á að horfa á viðburði  sem væru á þessum stórleikum vetraríþróttanna.

Nú er u.þ.b. eitt og hálft ár þangað til leikarnir hefjast og þegar litið er á heimasíðu leikanna má sjá að forundirbúningur að miðasölu er að fara í gang. Miðarnir eru að sjálfsögðu misdýrir en sem dæmi má nefna að dýrustu miðarnir á úrslitaleikinn í íshokkí kosta um 70 þúsund krónur. Að sjálfsögðu er hægt að fá miða á hina ýmsu viðburði  sem kosta töluvert mikið minna. Dagskrá leikanna, þ.e. í íshokkí má sjá hér og hinar ýmsu upplýsingar um miðasölu má finna hér.

Eftir að stúlkurnar höfðu samband hafði ÍHÍ samband við ÍSÍ og þar er nú verið að athuga hvort ÍSÍ mun hafa frumkvæði að því að eitthvað af miðum verði pantað beint hingað til lands.  

HH