08.08.2008
Eins og hokkíáhugamenn muna koma hérna hópur drengja frá Kanada, Bandaríkjunum, Finnlandi og Svíþjóð s.l. vor. Hópurinn ferðaðist undir nafninu Selects '95 eða eins og við hér á heimasíðu ÍHÍ kusum að kalla það Útvaldir '95. Heiðurinn af heimsókn þessari átti Sergei Zak í Birninum en hann naut aðstoðar fjölda sjálfboðaliða enda var mikið spilað og nóg að gera þessa daga í Egilshöll. Eftir er ólíkegt að samskonar dæmi verði endurtekið á þessu ári en Sergei vinnu nú að undirbúningi þess og hefur Birgir Örn Sveinsson fyrrum markmaður í SR verið honum til aðstoðar. Þeir eru nú að vinna í hugmyndum um að búa til íslenskt lið drengja sem myndi verða meiri þáttakandi í öllu því sem fram fer í viku útvaldra. Þetta er að sjálfsögðu skemmtilegur endir á tímabilinu hjá þessum strákum og eykur fjölbreytnina hjá þeim til muna.
Myndin var tekin þegar Útvaldir 95 fór fram í Egilshöll fyrr á þessu ári.
HH