Um komandi helgi mun verða haldið í Egilshöllinni æfinga og keppnismót sem nefnt hefur verið USA-Europe selects. Þar munu drengir, fæddir árið 1995 frá Kanada, Svíþjóð og Finnlandi æfa og keppa í fjóra daga ásamt því að eiga góðan tíma hérna á Íslandi. Íslenskir jafnaldrar þeirra munu einnig njóta góðs af heimsóknni því að á lokadeginum verður haldið mót þar sem gestirnir keppa en þá verður einnig sett saman íslenskt lið, drengja á svipuðum aldri, sem kemur til með að taka þátt. Við munum fjalla nánar um þetta þegar nær dregur en
hér má sjá metnaðarfulla dagskrá mótsins. Þess má geta að Sergei Zak hefur haft veg og vanda af undirbúningi þessa móts og vonandi er þetta bara byrjunin á því sem koma skal þegar kemur að mótum þar sem efnilegir strákar hérna heima geta fengið að fylgjast með og keppa við þá efnilegu í íþróttinni annarsstaðar úr heiminum.