Útvaldir

Þá er komið að síðasta deginum í Útvaldir '95 og segja má að nóg verði að gera hjá drengjunum í dag. Klukkan 10 hefst mót þar sem öll liðin spila og nú bætist íslenskt úrvalslið við. Þar eru á ferðinni drengir sem líta verður á sem framtíðarspilara í íslenskum landsliðum í íshokkí og hafa margir þeirra nú þegar verið valdir í undirbúningshópa U18 ára liðsins þó þeir hafi ekki náð að vinna sér sæti í endalegum hóp. Í lið East Coast Selects Quebec bætast einnig við sex drengir í dag en þeir hafa undanfarna daga verið að leika í úrslitum í keppnum í heimalandi sínu og áttu því ekki heimangengt fyrr en nú. Það er því hægt að lofa skemmtilegri keppni í Egilshöllinni í allan dag og um að gera að láta sjá sig.

HH