Útrásarvíkingar

Síðasta árið eða svo hefur ekki verið mjög vinsælt að tala um útrásaravíkinga á Íslandi. Ný tegund útrásarvíkinga hefur hinsvegar litið dagsins ljós því að í íþróttakálf Morgunblaðsins í dag má lesa viðtal við Pétur A. Maack SR-ing. Pétur hefur ásamt félögum sínum þeim Agli Þormóðssyni, Tómasi Tjörva Ómarssyni og Andra Má Mikaelssyni haldið til Mörrum í Svíþjóð.
Í viðtalinu kemur fram að æfingaálagið sé öllu meira þar en hér heima enda sjálfsagt öllu léttara að verða sér útum ístíma í skautalandinu Svíþjóð en hér á klakanum. Fínt viðtal við Pétur og ekki skemmir góð hokkímynd Ómars Þórs Edvardssonar fyrir.

HH