Úrskurður í dómsmáli Bjarnarins gegn SA
31.01.2006
Í dag birti dómstóll ÍSÍ úrskurð sinn í kærumáli Bjarnarins gegn Skautafélagi Akureyrar. Úrskurðurinn kemur nokkuð á óvart því þar er komin fram ný túlkun á því reglugerðarákvæði sem tekist var á um. Í stuttumáli er kæru Bjarnarins vísað frá og bent á að reglugerðin eigi aðeins við um leiki í úrslitakeppni.
Ljóst er nú að ÍHÍ þarf að taka upp þetta reglugerðarákvæði og endurvinna það fyrir næsta keppnistímabil þar sem að dómurinn opnar fyrir möguleika að erlendir leikmenn komi til keppni á síðari stigum undankeppni, hafi þeir verið skráðir fyrir 1. nóvember. Samkvæmt þessum dóm á reglugerðin sem tekist var á um eingöngu við um úrslit en ekki undankeppni. Dóminn í heild sinni má nálgast á heimasíðu SA www.sasport.is