09.10.2006
Dómaranefnd hefur nú unnið hörðum höndum að því að þýða nýjustu leikreglubreytingar frá Alþjóða íshokkísambandinu (IIHF). Því verki er nú að ljúka og er nýrrar útgáfu reglubókarinnar í íslenskri þýðingu að vænta nú á næstu dögum.
IIHF hefur nú gert ýmsar breytingar á leikreglum sem flestar stuðla að því að opna leikinn meira, gera hann hraðari og áhorfendavænni. Helstu breytingarnar lúta að hindrunum og kylfubeitingu en stefnt er að því koma alveg í veg fyrir að varnarmenn (og sóknarmenn) geti gripið andstæðinga sína eða notað lausu höndina til að hindra andstæðing. Jafnframt er notkun kylfunnar skilgreind nákvæmlega þar sem hún skal einungis notast til að senda pökk, taka við pekki og skjóta auk þess sem heimilt er nota hana við að ná pekki af andstæðingi t.d. slá undir kylfu andstæðings osfrv. Þetta þýðir t.d. að krækja eða "hooking" verður alltaf brot þ.e.a.s. það er af sem áður var þegar menn máttu krækja létt í menn svo fremi sem þeir skautuðu með og tóku ekki of hart á andstæðingi - skv nýjum reglum þá eru öll slík notkun kylfunnar brot sem og svo margt annað.
Þessar reglur verða betur kynntar fyrir leikmönnum og þjálfurum síðar í þessum mánuði, en nú þegar er byrjað að spila eftir þessum reglum sumstaðar erlendis. Herma fregnir að viðbrigðin séu mikil fyrst og oft þétt setinn refsibekkurinn en þegar leikmenn eru almennilega búnir að átta sig á þessu breytingum þá verður leikurinn allur hraðari og skemmtilegri.