Ungir íslendingar að reyna sig

Frá því á laugardag hafa staðið yfir æfingabúðir í Egilshöll sem við höfum kosið að kalla Útvaldir '95 á okkar ástkæra ylhýra máli. Ekki hefur þó eingöngu verið æft á ís heldur er líkamræktaraðstaðan nýtt til fullnustu auk þess sem spilaðir eru leikir á kvöldin. Í gærkvöldi áttust við  East Coast Selects Ontario og Europe Selects annarsvegar og hinsvegar West Coast Selects og East Coast Selects Quebec hinsvegar. Það sem var skemmtilegast við þessar viðureignir var með úrvalinu frá Quebec spiluðu fimm íslendingar og stóðu þeir sig með mikilli prýði.  Hann Sigurður Kr. Björnsson sendi okkur þessa mynd af köppunum en þeir eru frá vinstri: Brynjar, Steindór, Sturla Snær og Ólafur, allir frá Birninum og Björn Róbert frá SR. Einn spilaði  síðan með West Coast en það er Falur sem kemur úr Birninum.

Á morgun er síðan mót þar sem öll liðin spila ásam úrvalsliði íslenskra drengja sem sett var saman fyrir þennan viðburð. Mótið hefst klukkan 10 og má sjá dagskrá þess hér.

Æfingabúðir þessar hafi verið góð viðbót fyrir börnin í yngri flokkum í íshokkí og vonandi er þetta aðeins byrjunin að því sem koma skal.

HH