U18 Tyrkland - 1. leikur

Íslenska ungmennalandsliðið, skipað leikmönnum átján ára og yngri, vann í dag sigur á Tyrkjum í fyrsta leik sínum í 3ju deildd heimsmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins. Sigur liðsins var nokkuð öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en liðið skoraði 12 mörk gegn 2 mörkum Tyrkjanna. Staðan í lotum var 6-1, 2-1 og 4-0. Riðilinn sem Ísland keppir í er leikinn í Tyrklandi og ásamt íslendingum og heimamönnum eru í riðlinum Armenar, Serbar og Búlgarar. Þetta var fyrstu leikur liðsins í riðlinum en mótið hófst í gær. Einungis efsta liðið vinnur sér keppnisrétt í 2. deild að ári og nokkuð ljóst að keppnin stendur milli lið Íslands og Serbíu þó svo að Búlgarir gæti blandað sér eitthvað í slaginn. Næsti leikur liðsins er á fimmtudag en þá verður leikið gegn Serbum.

Mörk/stoðsendingar íslenska liðsins:

Egill Þormóðsson 6/0
Andri Þór Guðlaugsson 2/1
Pétur Maack 1/2
Gunnar Darri Sigurðsson 1/0
Andri Steinn Hauksson 1/0
Sigurður Óli Árnason 1/0
Andri Mikaelsson 0/3
Orri Blöndal 0/2
Matthías Skjöldur Sigurðsson 0/2
Tómas Ómarsson 0/1
Óli Þór Gunnarsson 0/1

HH