U18 og pressuleikur

Í dag fóru fram æfingabúðir á Akureyri fyrir U18 ára landsliðið eða öllu heldur úrtakið því enn hefur endanlegur hópur ekki verið valinn.  Ed Maggiacomo þjálfari reiknar með að tilkynna endanlegt lið í næstu viku.  Æfingabúðirnar enduðu á leik U18 ára liðsins og pressuliðs sem sett var saman af þessu tilefni.
 
Pressuliðið var skipað tveimur línum og leikmenn liðsins voru; 1. lína - Bobik, Andy og Simmi (SR) í sókninni og Helgi Gunnlaugs og Björn Már Jakobsson í vörninni.  2. lína - Rúnar Rúnarsson, Sigurður Sigurðsson og Gunnar Jónsson í sókn og í vörninni voru það Gústi bóndi og Héðinn Björnsson.
 
Leikurinn var skemmtilegur og hraður og var pressuliðið sterkari aðilinn.  En úr varð ágætis æfing fyrir landsliðsstrákana því þeir munu kljást við mjög erfiða anstæðinga á komandi heimsmeistaramóti.