28.02.2008
U18 ára landslið Íslands undirbýr sig nú af kappi fyrir Heimsmeistararmótið í 3. deild sem fram fer í Izmit í Tyrklandi að þessu sinni. Þjálfar liðsins þeir Sergei Zak og Jón Gíslason hafa undirbúið liðið vel en síðasta æfing liðsins fyrir brottför fer fram núna á laugardaginn en liðið heldur utan snemma á sunnudagsmorgun.
Keppnin fer fram dagana 3. - 9. mars og að þessu sinni mun liðið etja kappi við fjórar þjóðir, þ.e. Serbíu, Armeníu, Tyrkland og Búlgaríu. Vegna fjölgunar hokkíþjóða í heiminum eru nú tveir riðlar í 3. deild og það gerir það að verkum að aðeins 1. sæti hleypir okkur upp úr deildinni og því er að duga eða drepast.