07.03.2008
Íslenska ungmennalandsliðið í íshokkí skipað leikmönnum 18 ára og yngri lék í dag gegn liði Búlgara á heimsmeistarmótinu sem fram fer í Izmit í Tyrklandi. Leiknum lauk með sigri íslenska liðsins sem skoraði 13 mörk gegn 1 marki Búlgara. Staðan í lotum var 2 – 0, 6 – 0 og 5 -1. Allir leikmenn íslenska liðsins fengu að spreyta sig sem sést best á því að tíu leikmenn skoruðu mörk liðsins. Íslenska liðið á einn leik eftir, gegn Armenum, og verður sá leikur á sunnudaginn.
Mörk/stoðsendingar Íslands:
Egill Þormóðsson 4/1
Andri Már Mikaelsson 1/2
Pétur Maack 1/2
Orri Blöndal 1/1
Ragnar Kristjánsson 1/1
Tómas Tjörvi Ómarsson 1/1
Andri Steinn Hauksson 1/1
Gunnar Darri Sigurðsson 1/1
Ólafur Hrafn Björnsson 1/1
Matthías S. Sigurðsson 1/1
Óli Þór Gunnarsson 0/1
Sigurður Óli Árnason 0/1
HH