25.12.2003
Undir 20 ára landslið Íslands fer út til Sosnowiec í Póllandi á annann dag jóla og kemur heim aftur þann 5. janúar. Liðið leikur í heimsmeistarakeppni landsliða U-20 og í okkar riðli eru Rúmenía, Spánn, Belgía, Holland, Ísland og gestgjafarnir Pólland. Ljóst er að þessi ferð verður liði okkar erfið þar sem öll þessi lið eru talsvert fyrir ofan okkur á styrkleikalista IIHF. En strákarnir okkar eru bjarsýnir með laufabrauð og hangikjet i belgnum eftir jólaboðin og ætla að gera sitt besta til þess að krækja þarna í stig af einhverjum af þessum stórþjóðum.
Liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Úlfar Andrésson
Birkir Árnason
Trausti Bergmann
Vilhelm Már Bjarnason
Sindri Már Bjornsson
Guðmundur Ingólfsson
Jón Ingi Hallgrimsson
Elmar Magnússon
Svavar Rúnarsson
Arnar Sigurðarson
Ómar Smári Skúlason
Stefán Þorleifsson
Gauti Þormóðsson
Brynjar Þórðarsson
Einar Guðni Valentine
Kári Valsson
Steinar Páll Veigarsson
Þórhallur Viðarsson
Karl Eric Daníel Eriksson